play_arrow

keyboard_arrow_right

Listeners:

Top listeners:

skip_previous skip_next
00:00 00:00
playlist_play chevron_left
volume_up
  • cover play_arrow

    ENGLISH Channel 01 If English is your language, or a language you understand, THIS IS YOUR CHANNEL !

  • cover play_arrow

    ITALIAN Channel 02 Se l’italiano è la tua lingua, o una lingua che conosci, QUESTO È IL TUO CANALE!

  • cover play_arrow

    EXTRA Channel 03 FRED Film Radio channel used to broadcast press conferences, seminars, workshops, master classes, etc.

  • cover play_arrow

    GERMAN Channel 04 Wenn Ihre Sprache Deutsch ist, oder Sie diese Sprache verstehen, dann ist das IHR KANAL !

  • cover play_arrow

    POLISH Channel 05

  • cover play_arrow

    SPANISH Channel 06 Si tu idioma es el español, o es un idioma que conoces, ¡ESTE ES TU CANAL!

  • cover play_arrow

    FRENCH Channel 07 Si votre langue maternelle est le français, ou si vous le comprenez, VOICI VOTRE CHAINE !

  • cover play_arrow

    PORTUGUESE Channel 08

  • cover play_arrow

    ROMANIAN Channel 09 Dacă vorbiţi sau înţelegeţi limba română, ACESTA ESTE CANALUL DUMNEAVOASTRĂ!

  • cover play_arrow

    SLOVENIAN Channel 10

  • cover play_arrow

    ENTERTAINMENT Channel 11 FRED Film Radio Channel used to broadcast music and live shows from Film Festivals.

  • cover play_arrow

    BULGARIAN Channel 16 Ако българският е вашият роден език, или го разбирате, ТОВА Е ВАШИЯТ КАНАЛ !

  • cover play_arrow

    CROATIAN Channel 17 Ako je hrvatski tvoj jezik, ili ga jednostavno razumiješ, OVO JE TVOJ KANAL!

  • cover play_arrow

    LATVIAN Channel 18

  • cover play_arrow

    DANISH Channel 19

  • cover play_arrow

    HUNGARIAN Channel 20

  • cover play_arrow

    DUTCH Channel 21

  • cover play_arrow

    GREEK Channel 22

  • cover play_arrow

    CZECH Channel 23

  • cover play_arrow

    LITHUANIAN Channel 24

  • cover play_arrow

    SLOVAK Channel 25

  • cover play_arrow

    ICELANDIC Channel 26 Ef þú talar, eða skilur íslensku, er ÞETTA RÁSIN ÞÍN !

  • cover play_arrow

    INDUSTRY Channel 27 FRED Film Radio channel completely dedicated to industry professionals.

  • cover play_arrow

    EDUCATION Channel 28 FRED Film Radio channel completely dedicated to film literacy.

  • cover play_arrow

    SARDU Channel 29 Si su sardu est sa limba tua, custu est su canale chi ti deghet!

  • cover play_arrow

    “Conversation with” at the 20th Marrakech IFF, interview with actor Willem Dafoe Bénédicte Prot


5 – Hver er hvað í kvikmyndagerð? #FilmLiteracy

todayFebruary 7, 2015

Background
share close
  • cover play_arrow

    5 - Hver er hvað í kvikmyndagerð? #FilmLiteracy fredfilmradio

Podcast | Download

Fyrir almennan áhorfanda, sem aðeins upplifir afurð kvikmyndagerðar (kvikmyndina sjálfa) sem tilbúna vöru, er erfitt að gera sér grein fyrir vinnunni sem liggur að baki og þeim fjölda manns sem kemur að kvikmyndagerð.

Ameríski kvikmyndaleikstjórinn George Stevens orðaði það einu sinni svo að vinnan við kvikmyndagerð væri svipuð því að ,,reyna að stjórna umferð og skrifa ljóð samtímis”. Með öðrum orðum, kvikmyndin sem er afrakstur vinnunnar er hugsanlega listaverk eða afþreyingarefni, en til að ljúka vinnunni við hana þarf kvikmyndagerðarmaðurinn að hafa nægan tíma, búa yfir þolinmæði og oftast nær hafa aðgang að fjölda fólks sem hann vinnur með. Eins og hinn frábæri kvikmyndaleikstjóri Orson Welles sagði, ,,rithöfundur þarf penna, málari þarf pensil, en kvikmyndagerðarmaður þarf heilan her”.

Þessi her er kallaður kvikmyndatökulið (film crew). Það er afar misjafnt hversu fjölmennt og  hvernig samsett liðið er, og fer eftir umfangi kvikmyndarinnar og hversu mikið fjármagn hún hefur hlotið.

Leikstjórinn er ekki alltaf innan um tökuliðið. Hann ber ábyrgð á skapandi þáttum kvikmyndarinnar, ræður efnistökum og flæði á söguþræði hennar, sömuleiðis stjórnar hann leikendum, skipuleggur og velur tökustaði og sér um tæknileg smáatriði eins og staðsetningu kvikmyndatökuvéla. Samt sem áður eru leikstjórar ekki einráðir um kvikmyndina. Þeir eru í raun undir valdi framleiðenda. Á þessu eru nokkrar undantekningar: Leikstjórar sem ráða endanlegri útgáfu (the final cut privilege). Þeir ákveða endanlega útgáfu kvikmyndarinnar. Í dag hafa aðeins örfáir leikstjórar eins og Steven Spielberg og James Cameron slíkt vald.

Hlutverk framleiðenda er að skapa góðar aðstæður til kvikmyndagerðar. Þeir eru hvatamenn verkefna, finna fjármagn, ráða starfsfólk og taka þátt á öllum stigum framleiðslunnar, allt frá fyrstu hugmynd til dreifingar myndarinnar. Framleiðendur starfa yfirleitt undir miklu álagi, þeir þurfa að tryggja að kvikmynd sé kláruð á réttum tíma og að ekki sé farið fram úr fjárhagsáætlun.

Starfi kvikmyndatökuliðsins er skipt í þrjá hluta: forvinnslu, framleiðslu og eftirvinnslu.

Á forvinnslustigi er hvert skref í gerð kvikmyndarinnar skipulagt. Þegar kvikmyndahandritið er tilbúið, þarf leikstjórinn að reyna að breyta orðum í myndir. Það er fyrst gert á pappír, með aðstoð myndskreytenda sem setja fram atriðin úr handritinu í formi söguborðs. Í forvinnslu finnur líka sá sem sér um hlutverkaval með aðstoð leikstjórans, leikara í hlutverk myndarinnar.

Þegar forvinnslu kvikmyndar er lokið, tekur framleiðsluferli hennar við. Stór hópur fólks kemur að framleiðslu kvikmyndar, og vinnur á tökustað. Þau lið sem eru í lykilhlutverki sjá um kvikmyndatöku og lýsingu, venjulega undir stjórn kvikmyndatökumanns, sem ákveður útlit myndarinnar, lýsinguna sem á að nota, rammar inn skotin og ákveður tegund kvikmyndatökuvéla og lýsingar.

Listræn deild, ásamt leikstjóra kvikmyndarinnar og kvikmyndatökumanninum, sér um myndræna útfærslu, en framleiðsluhönnuður ber ábyrgð á útliti sviðsmyndar, búninga og förðunar.

Þegar búið er að taka upp kvikmynd, það er þegar framleiðsluferli lýkur, hefst eftirvinnslan og henni stjórnar yfirmaður eftirvinnslu. Klipparinn er þá í aðalhlutverki, hann sér um að tengja saman mismunandi skot í samhangandi kvikmynd með aðstoð leikstjórans. Ásamt klipparanum og hans liði, felur eftirvinnslan líka í sér hljóðvinnslu, tæknibrellur og hreyfimyndagerð.

Þegar kvikmyndin er loks tilbúin, er kominn tími til að sýna hana, þar með hefst dreifing kvikmyndarinnar. Það þarf að markaðssetja hana, kynna hana og gera hana aðgengilega fyrir sýningar í kvikmyndahúsum, og/eða í sjónvarpi, fyrir mynddiska, VOD, streymi og svo framvegis.

 

Framleiðandi: University of Roehampton http://www.roehampton.ac.uk/home/
Lesarar: Þórunn Hjartardóttir, Hafþór Ragnarsson
Tònilist: Bensound – Brazilsamba (Composed and performed by Bensound http://www.bensound.com)

Written by: fredfilmradio

Guest

Film

Festival

Rate it


Channel posts


0%
Skip to content