Listeners:
Top listeners:
ENGLISH Channel 01 If English is your language, or a language you understand, THIS IS YOUR CHANNEL !
ITALIAN Channel 02 Se l’italiano è la tua lingua, o una lingua che conosci, QUESTO È IL TUO CANALE!
EXTRA Channel 03 FRED Film Radio channel used to broadcast press conferences, seminars, workshops, master classes, etc.
GERMAN Channel 04 Wenn Ihre Sprache Deutsch ist, oder Sie diese Sprache verstehen, dann ist das IHR KANAL !
POLISH Channel 05
SPANISH Channel 06 Si tu idioma es el español, o es un idioma que conoces, ¡ESTE ES TU CANAL!
FRENCH Channel 07 Si votre langue maternelle est le français, ou si vous le comprenez, VOICI VOTRE CHAINE !
PORTUGUESE Channel 08
ROMANIAN Channel 09 Dacă vorbiţi sau înţelegeţi limba română, ACESTA ESTE CANALUL DUMNEAVOASTRĂ!
SLOVENIAN Channel 10
ENTERTAINMENT Channel 11 FRED Film Radio Channel used to broadcast music and live shows from Film Festivals.
BULGARIAN Channel 16 Ако българският е вашият роден език, или го разбирате, ТОВА Е ВАШИЯТ КАНАЛ !
CROATIAN Channel 17 Ako je hrvatski tvoj jezik, ili ga jednostavno razumiješ, OVO JE TVOJ KANAL!
LATVIAN Channel 18
DANISH Channel 19
HUNGARIAN Channel 20
DUTCH Channel 21
GREEK Channel 22
CZECH Channel 23
LITHUANIAN Channel 24
SLOVAK Channel 25
ICELANDIC Channel 26 Ef þú talar, eða skilur íslensku, er ÞETTA RÁSIN ÞÍN !
INDUSTRY Channel 27 FRED Film Radio channel completely dedicated to industry professionals.
EDUCATION Channel 28 FRED Film Radio channel completely dedicated to film literacy.
SARDU Channel 29 Si su sardu est sa limba tua, custu est su canale chi ti deghet!
“Conversation with” at the 20th Marrakech IFF, interview with actor Willem Dafoe Bénédicte Prot
1.2 - Að horfa á kvikmynd: talsetning, skjátexti, og þulartexti #FilmLiteracy fredfilmradio
(frá textaskiltum til útgáfu á mörgum tungumálum)
Annar mikilvægur þáttur í því hvernig við horfum á kvikmyndir, tengist tungumálinu. Hvernig horfum við á myndir á annarri tungu en okkar eigin? Aftur þurfum við að hverfa til upphafs kvikmyndasögunnar til að átta okkur á hvað er í boði í nútímanum.
Þegar kvikmyndir komu til sögunnar, í fyrstu þöglar og urðu vinsælar, héldu margir að loksins hefði mannfólkinu tekist í fyrsta skipti að búa til alþjóðlegt tungumál sem allir gætu skilið. Frægasta persóna Charles Chaplin, Litli flækingurinn, var á vissu tímabili á þriðja áratug liðinnar aldar, álitinn best þekkta og auðþekktasta fígúra í heimi. Fæstir áhorfendur litu á hann sem enska eða ameríska persónu, heldur sem jafningja. Þegar allt kom til alls, talaði hann ekkert tungumál.
En þetta er ekki alveg satt. Flestir halda að upphaf kvikmyndaþýðinga hafi verið við hljóðbyltinguna, árið 1927, en reyndin var sú að það var talað mismunandi tungumál í þöglu myndunum. Árið 1901 var byrjað að nota textaskilti í þöglar myndir; spjöld með prentuðum texta, sem birtust á milli myndskeiða til að koma samtölum eða lýsingum til skila. Þegar sýna þurfti erlendum áhorfendum myndirnar, var textaskiltunum skipt út fyrir spjöld á tungumáli áhorfendanna.
Þegar hljóðið kom til sögunnar í kvikmyndum, þurfti kvikmyndagerðarfólk og framleiðendur að finna aðrar lausnir til að þýða myndirnar. Sú fyrsta sem þeim datt í hug kom verulega á óvart: Þeir endurgerðu myndirnar aftur og aftur á mörgum tungumálum. Stundum með sama leikstjóra og sömu leikurum, stundum með öðrum leikurum (fjölmálaútgáfur). Í Joinville-myndverinu í París, sem Paramount stofnaði, voru til dæmis gerðar allt að 12 útgáfur af hverri mynd á mismunandi tungumálum og unnið allan sólarhringinn, árið 1930.
Þetta var auðvitað afskaplega dýrt, þannig að fljótlega þurfti að huga að öðrum aðferðum til að þýða kvikmyndir. Þá kom tvennt til greina, annað hvort að taka aftur upp tal persónunnar á öðru tungumáli, eða að þýða það sem sagt var með texta neðst á tjaldinu. Þannig urðu talsetning og skjátextar til.
(talsetning)
Í talsetningu er röddum persónanna skipt út fyrir raddir sem flytja þýddan texta, sem er samstilltur við varir leikaranna á tjaldinu. Þýðingin er unnin af þýðendum og flutt af leikurum sem vinna við talsetningu í hljóðveri, undir tilsögn leikstjóra talsetningarinnar.
Þýðendurnir verða að ganga úr skugga um að þýðingin sé svotil nákvæmlega jafnlöng og upphaflegi textinn, til að hún passi við varir leikaranna á tjaldinu. Þetta verður mun erfiðara þegar leikararnir eru í nærmynd, þannig að andlit þeirra eru það eina sem sést. Þýðendurnir verða að vera vissir um að þegar leikararnir loka munninum (sem gerist þegar þeir bera fram p, t, m, v og f), sé einhver þessara bókstafa notaður á réttum stað í þýðingunni, til að hún passi við hreyfingar varanna. Ef það er til dæmis nærmynd af andliti leikara að segja ,,Good bye” á ensku, væri gott að nota ,,Adiós” á spænsku til að koma merkingunni til skila. Það myndi hins vegar ekki passa við varir leikarans, sem lokast í orðinu ,,Bye”, en ekki í ,,Adiós”. Í þessu tilviki væri kannski betra að nota ,,Nos vemos” (sjáumst síðar).
Talsetningar eru algengasta þýðingaraðferðin á Spáni, Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi og eru jafnframt notaðar um allam heim við þýðingu hreyfimynda og teiknimynda.
(skjátexti)
Í mörgum öðrum löndum, eins og Portúgal, Bretlandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, o.s.frv., eru útlenskar myndir oftast sýndar með texta. Áhorfendur í þessum löndum heyra raddir leikaranna, orðin eru þýdd og birtast yfirleitt í texta neðst á tjaldinu. Áhorfendur sem skilja tungumálið sem leikararnir tala, kvarta oft undan því að það sem birtist neðst á tjaldinu sé ekki alltaf nákvæm þýðing á því sem sagt er. Þetta er rétt, en við verðum að muna að þýðendur skýringatextanna verða að fylgja vissum reglum. Það er mælt með því að þeir noti ekki meira en tvö orð á sekúndu, vegna þess að annars ættu flestir áhorfendur mjög erfitt með að lesa textana og horfa á myndskeiðin.
(þulartexti)
Í enn öðrum löndum, eins og Póllandi, er ein manneskja sem les þýðinguna upp, en samt heyrast raddir leikaranna einnig. Vandamálið við þessa aðferð er að það er bara ein rödd sem talar fyrir allar persónurnar, en einnig að sú rödd er oftast frekar köld og hlutlaus, þannig að hluti af tilfinningamætti myndanna fer forgörðum.
Framleiðandi: University of Roehampton http://www.roehampton.ac.uk/home/
Lesarar: Þórunn Hjartardóttir, Hafþór Ragnarsson
Tònilist: Bensound – Brazilsamba (Composed and performed by Bensound http://www.bensound.com)
Written by: fredfilmradio
Guest
Film
Festival
No related posts.
(English version) Film: Io Sono Li (2011)
In questi programmi gli studenti parlano di ciò che li ha colpiti maggiormente nei film che hanno visto nell’ambito del progetto, raccontando la loro esperienza.
© 2023 Emerald Clear Ltd - all rights reserved.