play_arrow

keyboard_arrow_right

Listeners:

Top listeners:

skip_previous skip_next
00:00 00:00
playlist_play chevron_left
volume_up
  • cover play_arrow

    ENGLISH Channel 01 If English is your language, or a language you understand, THIS IS YOUR CHANNEL !

  • cover play_arrow

    ITALIAN Channel 02 Se l’italiano è la tua lingua, o una lingua che conosci, QUESTO È IL TUO CANALE!

  • cover play_arrow

    EXTRA Channel 03 FRED Film Radio channel used to broadcast press conferences, seminars, workshops, master classes, etc.

  • cover play_arrow

    GERMAN Channel 04 Wenn Ihre Sprache Deutsch ist, oder Sie diese Sprache verstehen, dann ist das IHR KANAL !

  • cover play_arrow

    POLISH Channel 05

  • cover play_arrow

    SPANISH Channel 06 Si tu idioma es el español, o es un idioma que conoces, ¡ESTE ES TU CANAL!

  • cover play_arrow

    FRENCH Channel 07 Si votre langue maternelle est le français, ou si vous le comprenez, VOICI VOTRE CHAINE !

  • cover play_arrow

    PORTUGUESE Channel 08

  • cover play_arrow

    ROMANIAN Channel 09 Dacă vorbiţi sau înţelegeţi limba română, ACESTA ESTE CANALUL DUMNEAVOASTRĂ!

  • cover play_arrow

    SLOVENIAN Channel 10

  • cover play_arrow

    ENTERTAINMENT Channel 11 FRED Film Radio Channel used to broadcast music and live shows from Film Festivals.

  • cover play_arrow

    BULGARIAN Channel 16 Ако българският е вашият роден език, или го разбирате, ТОВА Е ВАШИЯТ КАНАЛ !

  • cover play_arrow

    CROATIAN Channel 17 Ako je hrvatski tvoj jezik, ili ga jednostavno razumiješ, OVO JE TVOJ KANAL!

  • cover play_arrow

    LATVIAN Channel 18

  • cover play_arrow

    DANISH Channel 19

  • cover play_arrow

    HUNGARIAN Channel 20

  • cover play_arrow

    DUTCH Channel 21

  • cover play_arrow

    GREEK Channel 22

  • cover play_arrow

    CZECH Channel 23

  • cover play_arrow

    LITHUANIAN Channel 24

  • cover play_arrow

    SLOVAK Channel 25

  • cover play_arrow

    ICELANDIC Channel 26 Ef þú talar, eða skilur íslensku, er ÞETTA RÁSIN ÞÍN !

  • cover play_arrow

    INDUSTRY Channel 27 FRED Film Radio channel completely dedicated to industry professionals.

  • cover play_arrow

    EDUCATION Channel 28 FRED Film Radio channel completely dedicated to film literacy.

  • cover play_arrow

    SARDU Channel 29 Si su sardu est sa limba tua, custu est su canale chi ti deghet!

  • cover play_arrow

    “Conversation with” at the 20th Marrakech IFF, interview with actor Willem Dafoe Bénédicte Prot


7.1 – Tegundir kvikmynda #FilmLiteracy

todayFebruary 7, 2015

Background
share close
  • cover play_arrow

    7.1 - Tegundir kvikmynda #FilmLiteracy fredfilmradio

Podcast | Download

Skipting kvikmynda í tegundir er nátengd skiptingu bókmennta í tegundir í gegnum aldirnar. Í rauninni hafa kenningar um tegundir bókmennta lítið breyst síðan Aristóteles kom fram með skiptingu þeirra í harmleik og gleðileik. Skilgreining Aristótelesar var takmörkuð við náttúruna sem listin gat aðeins líkt eftir og þremur öldum síðar tók Hóras upp þráðinn að nýju. Verk Shakespeare voru oft í senn harmleikur og gleðileikur, en samruni þessara tveggja þátta varð að nýrri bókmenntahefð í lok átjándu aldar, melódrama. Sú hefð varð einnig að nýrri tegund kvikmynda, þegar þær komu til sögunnar.

Kvikmyndir voru nærri því strax flokkaðar eftir tegundum. Í upphafi var án efa miðað við bókmenntir og leikverk, en hreyfimyndir, sem litu dagsins ljós árið 1894, aðeins einu ári áður en kvikmyndin varð til, gegndu einnig mikilvægu hlutverki.

Hverjir eru eðlisþættir kvikmyndategunda? Fyrst og fremst endurtekning, sem þýðir einsleitni í efnisvali sögunnar sem sögð er, eða viðfangsefnið, atriði myndarinnar, fléttan, myndrænt val, sviðsmyndir og jafnvel persónur. Fyrirbærið stjörnudýrkun skipti máli í þessari þróun þar sem leikarar tengdust oft einni tegund kvikmynda, eins og til dæmis gamanleikarar og einnig söngvarar og dansarar sem hefðu aldrei átt vinsældum að fagna, hefðu söngleikir ekki orðið til. Kvikmyndastjarnan tryggir vissa eftirvæntingu og fyrirsjáanleika af hálfu áhorfenda, sér í lagi á dögum stjörnudýrkunar. Áhrifavald áhorfandans var í reynd nánast eins mikilvægt og kvikmyndaiðnaðurinn sjálfur, hvað varðar framleiðslu, þar sem það viðhélt tilteknum tegundum kvikmynda. Ef áhorfendur eru ekki sáttir við einhverja tegund myndar, hættir hún að vera til. Jafnvel góð umfjöllun og miðasala dugar ekki til að halda tegundinni lifandi.

Hið svokallaða gullna skeið kvikmyndanna í Hollywood stóð í þrjá áratugi frá tilkomu talmynda árið 1927 með kvikmyndinni The Jazz Singer, þar til seint á sjötta áratugnum þegar sjónvarpið kom til sögunnar. Það sem einkennir hana má lýsa sem klassískum Hollywood-stíl, en sá stíll byggðist á tegund.

Vissu kerfi var komið á laggirnar í Hollywood, í myndverum þar sem verkaskiptingin var í föstum skorðum. Sama máli gilti um handritið, en vald leikstjórans var takmörkunum háð og honum var meinað að leyfa eigin sköpunargáfu og ímyndunarafli að njóta sín. Það hefði getað leitt til meistaraverka á sviði kvikmyndagerðar, en til mikilla fjárhagsvandræða fyrir framleiðslufyrirtækið. Í slíku handriti (samfellt handrit/continuity script) var allt njörvað niður: samræður, atburðarás, innrömmun einstakra skota, til dæmis nærmyndir, víð mynd af herbergi, skot/gagnstætt skot. Handritshöfundar unnu saman í leit að hugmyndum, gríni og sögum. Handritið var því oft afurð samvinnu. Þegar það var tilbúið var því komið í hendur leikstjóra sem varð að kvikmynda eftir því nákvæmlega eins og það var, án nokkurra tilbrigða.

Flokkun kvikmynda samkvæmt tegund er grundvallaratriði og í tilfelli Hollywood-mynda gaf þessi einfaldi stuðull áhorfendum strax til kynna við hverju mátti búast varðandi sviðsmynd, myndrænan stíl og jafnvel hugmyndafræði, innan vissra marka.

Sérhver tegund kvikmynda, hvort sem um var að ræða rökkurmynd (film noir), vestra, söngleikjamynd eða aðra tegund, var útkoma afraksturs ríkjandi hugmyndakerfis og frásagnaraðferða sem túlkaði ekki aðeins afþreyingu heldur endurspeglaði einnig vissa heimssýn, lífsspeki, fagurfræði og hugmyndafræði. Með tilkomu hljóðsins var flokkun kvikmynda í tegundir ríkjandi lögmál og upphaf sköpunar kvikmyndarinnar sem um ræddi.

Við birtum stutt yfirlit yfir algengustu tegundir kvikmynda, undirstöðuþætti og tökum fyrir þær kvikmyndir sem lýsir þeim best.

Viðfangsefni gamanmyndar er oft kynning á hetju innan samfélags, þegar hindranir hafa verið kynntar til sögunnar með öðrum persónum, eða sigrast hefur verið á óhagstæðum, félagslegum aðstæðum. Oft er óvænt breyting á atburðarás (flækja), sem tengist óvæntum uppgötvunum og tilfinningasamböndum, sem leiða til góðra endaloka. Þau endurspeglast síðan af breyttum persónulegum og félagslegum aðstæðum. Gamanmynd einkennist af hraðri atburðarás, fágaðri sviðsmynd, oftast innanhúss, og eldsnöggum, fjörugum og fyndnum samræðum.

Gamanmyndir má flokka í nokkrar undirtegundir: kómedíur, þar sem persónurnar eru stílfærðari og leiknar af frægum, auðþekktum leikurum, eins og í leikhópnum Commedia dell´Arte (Modern Times, Chaplin, 1936), skrípaleik, sem byggist á höggum, ærslalegum föllum og eltingaleikjum, (The Cameraman, Keaton, 1928); farsa, þar sem atburðarásin er oft út í hött með skrýtnum og súrrealískum aðstæðum (Susanna, Hawks, 1938); og loks fágaðar gamanmyndir þar sem fágun og glæsileiki ræður ríkjum, en andrúmsloftið er óraunverulegt (Breakfast at Tiffany’s, Edwards, 1961). Söngleikurinn er sprottinn úr gamanmyndahefðinni þar sem mikið er sungið, þar eru oft raunverulegar ballettsenur og tilkomumikil hópatriði þar sem persónurnar tjá tilfinningar og ætlunarverk (Singin’ in the Rain, Donen/Kelly, 1952).

Ef gamanmyndir fjalla um dramatíska atburði sem tengjast tilfinningamálum, hvort sem um er að ræða samband á milli einstaklinga eða fjölskylduþrætur, er talað um melódrama. Rætur þess liggja ekki aðeins í bókmenntum, heldur einnig í leikritum og óperum. Helsti eiginleiki melódrama er einföldun fléttunnar til að undirstrika dramatíkina, áherslan er lögð á ástríður og íburðarmikinn stíl, en tilvistarleg þemu og það sem er til hliðar við frásögnina, er í bakgrunni. Dæmi um þessa tegund eru myndirnar Gone with the Wind (Fleming, 1939), Senso (Visconti, 1954) og Written on the Wind (Sirk, 1956).

Vestrinn er ef til vill dæmigerðasta tegund klassískra, bandarískra kvikmynda. Sögusviðið er gríðarleg víðáttan í vestrinu (þaðan sem heitið á tegundinni er sótt) og vestrar fjalla yfirleitt um konur og karla sem reyna að leggja undir sig ný lönd, innfæddir (Indíánar) berjast gegn rísandi siðmenningu hvítra og ræningjar hika ekki við að ræna banka og vagna, stela nautgripum og stofna til ófriðar í smábæjum. Og hinn einmana, hugrakki kúreki er hin eiginlega hetja í þessari landamæraveröld. Fyrsti vestrinn var The Great Train Robbery (Porter, 1903), upphafið að langri röð slíkra mynda, þar á meðal Stagecoach (Ford, 1939) og High Noon (Zinnemann, 1952). Ný undirtegund þessara mynda leit dagsins ljós með spaghettívestrum Sergio Leone, en sú fyrsta var A Fistful of Dollars (1964).

Í stríðsmyndum eru stórkostleg átök sviðsett með greinilegum vísunum í mannkynssöguna, en stríðið sem er háð einskorðast þó ekki alltaf við hana. Stríðsmyndir endurspegla innri virkni með þróun atburðarásar og persónuleika söguhetjunnar eins og í Glory (Kubrick, 1957). Kjarni sögunnar er oft grípandi frásögn af stríðsleiðangri þar sem sjónarhornið er einhliða; óvinurinn bruggar launráð, situr fyrir hetjunum og stofnar þeim í hættu. Ef myndin snýst um mikla orrustu eða fræga atburði í mannkynssögunni í tengslum við mikilvæg átök er hún oft í epískum stíl og fléttan er drifin áfram eins og í kvikmyndum Roberto Rossellini, Rome, Open City (1945 ) og Paisan (1946).

Glæpamyndir byggjast á fléttu sem söguhetjan rekur upp í rannsókn sinni. Grunnur frásagnarinnar er á þessa leið: Í fyrstu ríkir jafnvægi, síðan verður viðsnúningur vegna ófyrirséðra atburða (morðs, þjófnaðar á einhverjum hlut, mannshvarfs); ein af persónunum (oftast aðalpersónan) fer að rannsaka málið, sem leiðir til þess að jafnvægi kemst aftur á í lok myndar.

Innan þessarar tegundar má sjá ýmiss konar blæbrigði. Ráðgátan er sprottin úr jarðvegi bókmennta nítjándu aldar og glæpasögum með einkaspæjurum, sem tryggja farsæla úrlausn málsins (Ten little Indians, Clair, 1945). Rökkurmyndir (film noir) eru yfirleitt raunsærri þar sem félagslegu samhengi er gefin meiri áhersla og sálfræðileg dýpt persóna er meiri. Frásögnin hefst oft á vandamálum sem tengjast einkaspæjaranum (The Big Sleep, Hawks, 1946). Ef aðalpersónurnar eru jafnframt ,,vondir kallar” er talað um bófamyndir, þar sem mikið er um hasaratriði og skotbardaga, en persónur myndarinnar eru krufðar og settar í félagslegt og menningarlegt samhengi (Scarface, Hawks, 1932). Fléttan í spennumyndum er hins vegar byggð á samsæri eða leynimakki, sem tengist oft njósnum leyniþjónustu sem ekki er vönd að meðulum. Fórnarlambið reynir því að flýja frá henni (North by Northwest, Hitchcock, 1959). Ef andrúmsloft spennumyndarinnar er byggt á sálfræðilegum þáttum, ótta og stundum ofbeldisfullri fléttu í truflandi umhverfi er talað um sálfræðilega hrollvekju eða trylli: Dæmi um það er Psycho (Hitchcock, 1960) eða The Silence of the Lambs (Demme, 1991).

Í hrollvekjum er einnig slegið á strengi spennu og dulúðar, en þar er ekki meginmarkmiðið að leysa mál, heldur vekja ótta og skelfingu hjá áhorfandanum. Í þeim tilgangi er notaður efniviður úr yfirskilvitlegum, furðulegum og dularfullum þáttum sem virka sem hvati á sjónræna og hljóðræna skynjun, þar á meðal tæknibrellur og truflandi tónlist. Myndirnar gerast á óhugnanlegum stöðum  eins og í köstulum, yfirgefnum húsum, kirkjugörðum og skógum þar sem draugar, skrímsli, nornir, djöflar, óhugnanlegar og dularfullar verur birtast: varúlfar, vampírur, geimverur, uppvakningar og skrímsli úr óþekktum víddum. Á meðal margra mynda má nefna mismunandi útgáfur af Dracula (Browning, 1932 og Coppola, 1992), The Night of the Living Dead (Romero, 1968), The Exorcist (Friedkin, 1973) og Nightmare (Craven, 1984).

Sköpun ímyndaðrar veraldar er grundvöllur tveggja annarra tegunda, sem hafa þó sína sérstöku eiginleika, fantasía og vísindaskáldskapur.

Í fantasíunni er aðalsöguhetjan í stöðugri baráttu við óþekkt öfl, eins og galdra og fjölkynngi, örlög og guðlega forsjón og aðeins fáum útvöldum tekst að koma á jafnvægi og komast yfir erfiðleikana með styrk og þrautseigju. Þessir eðlisþættir eru augljósastir í myndum þar sem fyrirmynd hins ímyndaða heims er heimur norrænna goðsagna frá miðöldum, þar sem aðalsöguhetjurnar eru ævintýramenn og kvenhetjur, álfar og ókrunkar, konungar og galdramenn, eins og í The Lord of the Rings (Jackson 2001-2003), en aðrar kvikmyndir eru byggðar á hefðbundnari dæmisögum eins og myndirnar um Harry Potter (Columbus, Cuaron, Newell, Yates, 2001 – 2011).

Vísindaskáldsögumyndir eru hins vegar byggðar á langsóttum spám af þróun vísinda. Oft er farið með afmarkaðan þátt raunveruleikans út á ystu nöf og reynt að gera hann trúverðugan með atvikum sem eru eins tæknilega og vísindalega rétt og hægt er.

Sögurnar gerast oft í veröld framtíðarinnar sem er ýmist ánægjuleg eða ekki og endurspegla framtíðarspár þar sem reynt er að hefta framþróun mannsins (Fahrenheit 451, Truffaut 1966); oft gerast ævintýrin í geimnum, eða reynt er að nema ný lönd á vetrarbrautinni þar sem fram koma tilvistarlegar spurningar (2001: A Space Odyssey, Kubrick, 1968); í öðrum tilvikum sameinast goðsagnir og hasar (Star Wars, Lucas, 1977); í enn öðrum myndum eru háð stríð við geimverur eða vélmenni, sem eru sýnd á mismunandi vegu í Forbidden Planet (McLeod Wilcox, 1956), Close Encounters of the Third Kind (Spielberg, 1977), Independence Day (Emmerich, 1996), Matrix (Wachovski, 1999). Það sem vísindaskáldsögumyndir eiga sameiginlegt er sjónrænn stíll þar sem mikið er notað af tæknibrellum og mörg atriðanna eru mikið sjónarspil.

 

Framleiðandi: Aiace Torino http://www.aiacetorino.it/
Leserar: Þórunn Hjartardóttir, Hafþór Ragnarsson
Tònilist: Bensound – Brazilsamba (Composed and performed by Bensound http://www.bensound.com)

Written by: fredfilmradio

Guest

Film

Festival

Rate it


Channel posts


0%
Skip to content